Stripp, könguló og 14 ára atvinnumaður

Ég les ekki DV en fréttin Látin strippa á eigin heimili virðist nokkuð skuggaleg. Björn Bjarna vafalaust ánægður með svona taktík, karlanginn vill fá sitt eigið SA í gang heyrist manni. Svarið við hryðjuverkum og glæpum er ekki fleiri byssur og minni mannréttindi, merkilegt nokk er það oft öfugt.

Suddaleg frétt frá Þýskalandi um manninn sem var drepinn af eigin könguló og svo étinn af henni og fjöldamörgum öðrum dýrum og skordýrum sem hann hélt heima hjá sér.

Ein létt frétt í lokin, táningurinn Freddy Adu (er sagður 14 ára en margir efast) var að spila sinn fyrsta leik sem atvinnumaður og skoraði. Gæti orðið stórstjarna, gæti brunnið út fyrir tvítugt. Harður heimur.

Comments are closed.