Ofurmódelið

Tók matarpásu í kvöld frá verkefnavinnu og stakk úrslitaþætti America’s Next Top Model í myndbandstækið. Hef ekki séð nema 10 mínútur samtals af þessari seríu en ákvað nú að tékka á þessu svona til að aðeins hreinsa heilann.

Það var víst hún Adrianne sem vann og allt í fínu með það. Nokkuð eðlileg stelpa.

Fyndið að sjá Tyru Banks “ausa” úr viskubrunni sínum, fyrrverandi fyrirsætan er svo skondin. “But honey I didn’t vote for you” var svarið þegar henni var þakkað fyrir, ekki gat hún sagt “Congratulations” onei.

Næsta þáttaröð er víst byrjuð í Ameríkunni, ætti maður að fylgjast með hávöxnum vannærðum stúlkum láta brjóta sig niður þegar sú sería kemur hingað?

Comments are closed.