Soy el diablo

Þar sem ég sat í matsalnum í dag fannst mér ég kannast við baksvipinn á stúlku við næsta borð. Á þriðjudögum er víst “Spænska borðið” alltaf í matsalnum í HR, þar hittist fólk og talar eingöngu spænsku.

Jújú, þegar hún stóð upp til að fara sá ég að jú, þetta var hún Lora.

Ég gældi við þá undarlegu tilhugsun að ganga til hennar og kynna mig með orðunum Soy el diablo svona til að athuga hvort hún þekkti mig með lubba og án horna.

Ákvað að það gæti litið undarlega út fyrir alla spænskumælandi þannig að ég sleppti því í þetta skiptið.

Comments are closed.