Evrópugrautur

Sigurrós vann aldrei þessu vant í einhverri keppni um miða á Frönsku kvikmyndahátíðina. Við ætluðum að fara í gær en vorum ekki alveg í bíóstuði þannig að við fórum í kvöld á þá mynd sem skartaði yndinu henni Audrey Tautou.

Myndin heitir L’auberge espagnole og er skemmtileg lýsing á einu ári hjá Erasmus-nema. Partýatriðið náði gjörsamlega að láta manni finnast maður vera á staðnum og rifjaði upp þau skipti sem maður hefur verið á skemmtilegu fylleríi þar sem maður er ánægður með allt og alla, sérstaklega frábæra vini og enginn lendir í slagsmálum eða deyr fyllerísdauða.

Hef átt örfá svona andartök og þau voru frábær. Líklegast þessi stemmning sem allir eru að leita að sem fara vikulega á fyllerí niðrí bæ, en upplifa líklega örsjaldan.

Myndin er sýnd á morgun fimmtudag klukkan 20 í Háskólabíói. Síðasta sýning, hvet alla til að mæta.

Comments are closed.