Flautukall, Nígeríusvindl og LEGO

Ég bendi á alveg magnað myndband sem sýnir þvílíkan listamann að spila á flautur.

Hollendingar voru að nappa svona Nígeríuhring sem er búinn að pretta fólk með tölvupóstum og föxum þar sem þeir lofa gulli ef maður gerist milliliður. Þetta streymir samt áfram til mín.

Fyrir einhverju síðan benti ég á LEGO sem voru að leita að nýjum LEGO-meisturum í skemmtigarða sína. Úrslitin eru ljós og þrjú voru svo heppinn að láta draum rætast og vinna nú hjá LEGO við að kubba. Vel þess virði að skoða myndir af verkum þeirra.

Comments are closed.