Ruðningstækið

Ég tók að mér hlutverk ruðningstækis í dag og byrjaði á því að ryðja leiðina niður tröppurnar hjá okkur. Tók svo mest af stóra bílastæðinu hjá okkur og gaut illu auga að nágrönnunum hinum megin við götuna sem eru ekki með svona innkeyrslur eins og við hérna megin. Þeim nægði að sópa snjóinn af tröppunum hjá sér.

Endaði á því að gera allan göngustíginn ferðafæran. Mig grunar að harðsperrur í mjóbaki verði talsverðar næstu daga.

Kvöldinu var eytt í afslappelsi fyrir framan Scorpion King og Anger Management.

Comments are closed.