Nú man ég það

Fór með bílinn í skoðun í gær og fékk réttan miða. Fékk endurskoðun á hann fyrir þó nokkru vegna þess að það voru 2 perur sprungnar í númersljósinu og sambandsleysi í aftanívagnstenginu… sem við höfum aldrei notað.

Þetta hefur allt verið samviskusamlega fært inn í bókhaldið okkar sem við erum að færa inn í á nýju ári til að fá yfirsýn yfir eyðslumynstur okkar.

Að hluta til má þakka (eða kenna um) þeim Bjarna og Unni fyrir þessa bókhaldsröggsemi hjá okkur, þau eru víst með eitthvað svipað í gangi hjá sér held ég.

Comments are closed.