Í kvöld fórum við á Ítalíu með Stefu og Rúnari, í fyrsta sinn sem ég hef komið á þennan stað. Maturinn var vel útilátinn og fínn á bragðið. Reyndar pirraði það mig og augun mín að svæðið sem átti að vera reyklaust var í raun reykminna en reykingasvæðið en ekki reyklaust. Reykingasvæðið reyndist vera hinum megin við lágan millivegg í tveggja metra fjarlægð. Það eru auðvitað fáránleg vörusvik að halda því fram að maður sé að borða í reyklausu rými þegar svona er í gangi.
Eftir matinn fórum við heim til þeirra þar sem búið var að umbylta öllu og allt orðið voða glæsilegt. Þar tókum við nokkra leiki í Catan og mér tókst í fyrsta sinn að vinna blessað spilið.