Þraukarinn

Ansans vesen, við Sigurrós föttuðum ekki að Survivor var á föstudaginn og misstum því af Burton að tryllast yfir því að hafa verið kosinn út.

Náðum hins vegar lokaþættinum nú í kvöld, úrslitin fóru á skársta veg fyrst að Rupert og Darrah voru bæði dottin út. Lill er einhver leiðinlegasta manneskja sem hefur sést í þessum þáttum, ég var alveg klár á því að hún tapaði þessu stórt, sama á móti hverjum hún lenti. Jon hefði nefnilega örugglega fengið atkvæði fyrir það hversu suddalega hann lék leikinn, hann má eiga það að plottið hans virkaði… næstum því.

Sjálfur hef ég nú þraukað enn eina önnina og fékk síðustu einkunnina (9!)í dag. Fluttum fyrirlestur í dag og þar með lauk þátttöku okkar á námskeiðinu Notendamiðuð hugbúnaðargerð. Einkunnin úr því er á skalanum Staðist/Fallinn og ég stóóórefast um að ég eða minn hópur verði felldur.

Comments are closed.