Ísar

Heimilislíf

Sigurrós nældi sér í ælupest í gær og ældi í alla nótt. Hún hefur farið skánandi núna undir kvöld og virðist komin yfir versta hjallann sem betur fer.

Barnalíf

Í dag var svo skírn Snúra. Okkur var boðið en veikindi Sigurrósar komu því miður í veg fyrir að við gætum séð þegar Örn og Regína gáfu honum nafnið Ísar Logi, við komumst ekki heldur til veislunnar. Við samgleðjumst þeim við fyrsta tækifæri þegar við erum bæði orðin rólfær.

Spæjaralíf

Aðdáendur CSI mega ekki missa af því að lesa aðeins um alvöru CSI-kellingu, það er hún Paulette Sutton.

Ný aðferð við skáldsagnalestur er nú komin fram, hægt er að lesa söguna Intimacies (sem er léttmeti) með því að nota svokallaðan DEN-lesara. Þá er sagan sett upp í formi tölvupósta, spallforrita og vefsíðna. Lesandinn nær í forrit af vefnum, setur upp á sinni tölvu og getur svo verið áhorfandi að sögunni. Hann sér tölvupóstana sem sögupersónur senda á milli, samtöl þeirra í nokkurs konar MSN og svo þær vefsíður sem þær lesa.

Tæknilíf

Þetta er alveg mögnuð mús. Maður bara veifar hendinni fram og aftur og músin hlýðir, maður ætti að benda fyrirlesurum og kennurum á þessa sniðugu græju.

Kerfisrugl

Í Skotlandi var verið að opna fokdýra lestarstöð. Það er svo sem hið besta mál nema hvað að þar er ekki að finna eitt einasta klósett þó svo að þúsundir manna fari þarna um á hverjum degi. Skriffinnunum finnst víst ekki taka því að hafa salerni þarna þar sem að fólk stoppi aðeins í 7 mínútur á lestarstöðvum og lestarnar hafa hvort sem er flestar salerni. Skínandi dæmi um ruglukolla sem að horfa á tölur og velta ekki fyrir sér þjónustu.

Comments are closed.