Kvikmyndir
Ótrúlegt en nokk en þá fórum við í bíó í kvöld, mánuðir síðan síðast. Fyrir valinu varð Finding Nemo með ensku tali. Prýðisgóð skemmtun og snillingarnir hjá Pixar eru magnaðir listamenn. Á undan myndinni er sýnd Knick, Knack sem er stórskemmtileg teiknimynd frá Pixar síðan 1989 um snjókarl og raunir hans inni í snjókúlu. Höfum séð hana nokkrum sinnum áður en alltaf vel skondin.
Skóli
Ég náði stærðfræðiprófinu þrátt fyrir að hafa kolfallið á tíma í því og sleppt tveim dæmum og klúðrað öðrum tveimur minnir mig.
Ekki glæsileg einkunn en ég er ekki að velta mér upp úr því lengur.