Hiti brenndur inn

Einkalíf

Sigurrós er búin að vera veik í vikunni en ég hafði ekki veikst neitt. Svo á fimmtudaginn brenndi ég mig í hálsinum þegar ég var að prufa heitan kakóbolla úr svona sjálfsalavél. Í gær fékk ég ónotatilfinningu þar sem ég hafði brennt mig og við mælingu fyrir svefninn í gærkveldi reyndist ég vera kominn með hita. Brunasárið gæti því hafa reynst inngönguleiðin sem sýklarnir höfðu beðið eftir. Í dag hef ég svo verið einstaklega sljór og ráfað um sem er ekki að hjálpa til við prófundirbúninginn.

Hef ekki orku í að segja meira um tenglana, vísa bara á þá.

    Áhugaverðir tenglar:
  • Microsoft Customer Lock-in, Lock-out Analysis
  • The Great Pummeling
  • Dirty dining?
  • Who was history’s greatest scientific hoaxer?
  • Comments are closed.