Búið er að gefa út bók með ástarbréfum tveggja elskenda sem gátu ekki eytt ævinni saman eins og þau vildu. Það sem virðist merkilegast er að þetta er á seinni hluta 18. aldar en af bréfaskrifunum að dæma (sem eru víst verulega góð) voru þau fólk sem hefði passað vel inn í 21. öldina. Þeirra ólán var að vera aðeins á undan sinni samtíð og í Feneyjum sem voru hnignandi stórveldi.
Sven Göran Eriksson er búinn að tilkynna enska landsliðshópinn fyrir vináttuleik við Dani og hefur bara tilnefnt þrjá sóknarmenn, Wayne Rooney, Emile Heskey og Darius Vassell. Rooney liggur reyndar með flensu sem þýðir að Heskey og Vassell eru einir til taks. James Beattie hjá Southampton komst ekki á listann þó að hann sé búinn að skora fleiri mörk á tímabilinu en þessir þrír til samans. Ég held að Eriksson sé ekki alltaf í sama heimi og ég. Hann er reyndar í stjórastólnum en ekki ég. Hins vegar höfum við unnið jafn marga titla með landsliðum 🙂 (enga!).
Nú er búið að tilkynna hverjir eru tilnefndir sem Knattspyrnumaður Evrópu . Minn maður Nedved á nú alveg að taka þetta. Finnst reyndar skrítið að konur fái ekki svo mikið sem eina tilnefningu af þessum fimmtíu?
Næsti tengill er á grein um Howard Dean og Ronald Reagan. Ronnie kallinn sem er í MIKLU uppáhaldi meðal Flokksmanna hér á landi lýsti margoft yfir stuðningi við aðskilnaðarstefnu Suðurríkjamanna og taldi að eyðni væri refsing homma fyrir kynvillu sína. Frábær fyrirmynd allra sannra Flokksmanna.
Las einmitt pistil í Mogganum í dag þar sem spyrt var saman samkynhneigð, sadómasókisma, vændi, nauðgunum, sjálfsvígum og ég veit ekki hverju. Hvar nákvæmlega samkynhneigð og sadómasókismi koma inn í þennan ofbeldispakka veit ég ekki? Sjáum til hvort greinarhöfundur geti svarað því.