Úff.. búið að vera nokkuð slitrótt undanfarna 40 tíma eða svo, náði að leggja mig í klukkutíma í morgun, svo var hamast við að ná að skila klukkan 11 og það náðist. Í gærkveldi skilaði ég 10%, í morgun 20% og þá er þetta námskeið búið að mestu. Bara eftir að fá að vita hvernig gekk (er þegar komin með 10 fyrir 20% verkefni).
Hrafnkell var mikil hjálparhella undir lokin og líklega einn sá færasti hér á landi til að lesa yfir þessi fræði.
Lagði mig svo eftir skilin og svo var það vinnan. Held ég skríði snemma upp í rúm, það eru 60% eftir í verkefnum í öðru fagi!
Ekki veit ég hvort að eldhnötturinn okkar leit út eins og þessi. Við vorum lengra í burtu.