í gær fórum við í hrekkjavökupartí til Unnar og Bjarna. Sigurrós fór sem óþekk álfastelpa og ég fór sem andskotinn sjálfur. Reyndar datt mér líka í hug að fara sem sagnfræðingur í tilefni af nýfengri gráðu Unnar en átti því miður ekki ljósbrúnar flannelsbuxur, græn-bláa-brúna peysu með v-hálsmáli né pípu. Hárið hefði legið sleikt greitt til hliðar. Þess í stað fór það allt upp í loft í þessari múnderingu.
Það virðist hafa tekist nokkuð vel þó að fáir leikmunir væru notaðir hjá mér. Ég reyndi líka að halda mér aðeins í karakter og hræddi Loru Langsokk með tvíeggja tilvitnun. Ég hef nú fylgst með ævintýrum hennar í Suður-Ameríku og það var gaman að hitta hana, hún hlær líka verulega krúttlega og var afar hamingjusöm.
Við fórum annars snemma heim enda miklir verkefnatímar í gangi hjá mér.
Sáum annars Matrix 2 í gær. Ææææji, jæja sum atriðin voru vel tölvuteiknuð.