Fjölgun

Í morgun biðu mín tvö SMS-skilaboð þar sem tilkynnt var að Örn og Regína hefðu eignast strák rúmlega hálftvö í nótt. Þá eru þeir Þórssynir allir orðnir margra barna feður, sem er öllum börnum meira en þegar ég kynntist þeim fyrir rúmum ellefu árum.

Horfðum í kvöld á A View from the Top þar sem Gwyneth Paltrow, tvífari Regínu, stóð sig vel í lítilli, óraunverulegri og sætri mynd.

Amazon eru að stússast í merkilegum hlutum þessa dagana, þeir eru að skanna inn textann úr öllum bókum sem þeir hafa þannig að hægt er að leita að nafni persónu og fá til dæmis allar bækur þar sem minnst er á hana. Wired birtir frétt um þetta sem nefnist The Great Library of Amazonia sem er tilvísun í bókasafnið í Alexandríu til forna.

Skondni pistill dagsins kemur svo frá Englandi og er um Phil Neville sem er meðal annars settur í flokk með Quasimodo og hestinum Foinavon og öðrum ólíklegum sigurvegurum.

Comments are closed.