Nú árið 2003 (skv. kristnu gregorísku tímatali) er enn allt í volli. Erlendir verktakar komast upp með fáránlega hluti því að það má ekki styggja þá, ríkið sker enn meira niður í skólamálum og þjappar eigin líkani (þjappa er víst nýyrði fyrir niðurskurð) niður fyrir viðmiðunarmörk, útvarpsstjóri heldur að aðeins séu til tveir pólar í stjórnmálum og langar að fá hægrimenn til að halda úti mótvægi gegn Speglinum, sífrað er um að páfinn fái friðarverðlaun Nóbels (en maðurinn heldur úti stríði gegn samkynhneigðum og sjúkdómavörnum) og nú til dags komast allir ráðamenn upp með lygar með því að nota önnur orð og búa þau til.
Já börnin mín, þið getið lesið um það í sögubókunum hvernig sum ríki mega gera árásir á önnur ríki og fá ekki svo mikið sem ákúrur fyrir, að ótrúlegustu upphæðum mannkynssögunnar er eytt í hernað á meðan að peningarnir sem í hann fara gætu bjargað allri Afríku og að enginn þarf að standa skil gjörða sinna ef hann er broddborgari í réttu flokkunum.
Miðaldirnar liðu ekki, þær urðu bara tæknivæddar. Vonandi er skynsemisöldin uppi nú hjá ykkur sem lesið þetta, löngu seinna. Ég hefði verið til í að vera uppi þá.