Já brúðkaupið í gær var sérdeilis glæsilegt. Okkur tókst að finna Fríkirkjuna í Hafnarfirði í annari tilraun og hún reyndist vera mjög notaleg.
Sigurrós er búin að setja saman sína færslu um þetta og búin að setja misgóðar myndirnar á vefinn. Canon Powershot A300 vélin okkar þarfnast greinilega enn meiri fínstillingar af okkar hálfu eða að hún er frekar vonlaus greyið innandyra í myrkum aðstæðum. Vonandi er þetta bara stillingadæmi frekar en hitt að við höfum keypt okkur myndavél sem er ekki upp á sitt besta á mannamótum.
Í morgun fórum við á fætur upp úr 9. Trítluðum svo niður á Hlemm til að taka strætó og sækja bílinn upp í Kópavog þar sem veislan var haldin. Við þurftum reyndar að hlaupa síðustu 100 metrana, það er örugglega vel rúmur áratugur síðan að ég hljóp til að ná strætó. Ekki komið í svoleiðis apparat í lengri tíma nema á ferðalögum mínum erlendis.
Í kvöld kíktum við svo til Arnar og Regínu. Þar sáum við Daníel Helga spila tölvuleik þar sem hann var Jenni að slást við Tomma og þar fór minna fyrir ærslunum en kjaftshöggunum… hmm.
Við horfðum svo á Moulin Rouge! hjá þeim. Hvorugt okkar hafði séð hana áður og hún reyndist prýðismynd. Baz Luhrmann greinilega snargeggjaður galdramaður.