Snögggrill, Valur kveður og Bora segir hæ

Síðasti alvöru vinnudagurinn í dag. Verð líklega að dútla kannski tvo tíma á viku í þessu í vetur eða minna svona til að halda öllu gangandi.

Smelltum grillinu í gang þegar ég kom heim og buðum pabba yfir í grill. Rauðvínslegna lambakjötið reyndist mjög gott, eins og gefur að skilja varð smá bál og það er bara betra að snögggrilla fituna af svona :p

Kíktum svo á Sirkús að kveðja Val sem fer á sunnudaginn til Álaborgar í framhaldsnám. Hef ekki komið á þennan stað í nokkur ár, þá hét hann Grand Rokk minnir mig. Verst að garðurinn er lokaður, stybban inni gerði mig hásan og fötin mín ógeðsleg.

Minn gamli vinur Bora Milutinovic ætlar nú að koma enn einu landinu á HM, nú er það Hondúras. Íslendingar væru búnir að vinna sinn riðil ef við hefðum fengið þennan mann, Þjóðverjaleikirnir hefðu verið formsatriði.

Vísindamenn hafa annars svarað spurningunni hvort að maður syndi hraðar eða hægar í vökva sem er þykkari en vatn. Svarið er… jafnhratt.

Comments are closed.