Vírusafjör

Jæja það var meira fjörið í dag. Netið virðist hafa verið að falla á hliðina þar sem Blaster, Welchia og Sobig F ollu gífurlegri traffík í dag.

Welchia er annars ormur sem að reynir að gera góðverk, hann lokar holunni sem Blaster notar og sparkar honum út. Hins vegar er þetta ekki talin sniðug aðferð.

Ekki opna skjöl sem enda á .pif eða .cmd eða .bat eða .com eða .exe !

Ekki opna reyndar nein skjöl sem þið áttuð ekki von á að fá nema að tékka rækilega á þeim.

Ég hitti gufusoðna afgreiðslustelpu á Subway í Skeifunni. Fer ekki þangað aftur, mér líkar betur við fólk sem tekur eftir í vinnunni sinni (sama hversu leiðinleg hún er).

Comments are closed.