Fórum í kvöld á sjóræningjamyndina. Prýðisgott ævintýri, alvöru popp og kók mynd.
Hér á heimilinu hefur þrýstingur vegna brúðkaups farið stigmagnandi og líkur á að svoleiðis verði haldið á þessum áratug. Hins vegar efast ég um að það verði eins og þetta.
Það kemur mér ekki ýkja á óvart að drykkja sé lykillinn að starfsframa. Þetta útskýrir launaraunir mínar þar sem ég drekk ekki bjór og ósjaldan sleppt því að fara eitthvað og fá sér einn öllara.
Ágúst bendir á grein um áhrif Amelie á tökustaðina, verst að þarna þarf áskrift líklega til að lesa sem og aðrar greinar NY Times. Áskrift er reyndar ókeypis fyrir okkur sem erum utan Bandaríkjanna, ég sé ekki eftir því að hafa skráð mig um árið.