Mikið kósýkvöld hjá okkur skötuhjúunum.
Eftir að hafa heyrt fréttirnar af hitunum miklu í Evrópu, mannslátum tengdum þeim og aðvörunum lækna að stunda ekki kynlíf í þessum hita (nokkur dauðsföll vegna þessa) þá fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta væri öryggið sem náttúran hefði sett í okkur mennina.
Í bók (Acts of the Apostles) sem ég las fyrir einhverjum mánuðum var lögð áhersla á einhvers konar öryggi í öreindavélmennum sem búin voru til, það þurfti að búa til þekktan galla í þau til að hægt væri að kippa þeim úr sambandi ef á þyrfti að halda. Kannski hiti og kynlíf sé þessi þekkti galli í okkur mönnunum? Kynhvötin eykst víst í meiri hita samfara líkum á andláti við þá iðju.
Ekki alslæm tilgáta ha? :p