Um leið og ég kom heim í dag flaug ég niður tröppurnar og reif sláttuvélina út og tætti af stað, leist ekkert á svörtu skýin sem nálguðust óðfluga. Sló garðinn og rakaði svo saman með aðstoð Sigurrósar og þá loksins komst maður í kvöldmat. Svo skein sólin skært eftir þetta svona aðeins til að stríða manni að hafa frestað kvöldmatnum. Aðrir náðu líka að slá í dag.
Það vantar ekki að ofsatrúarmennirnir hjá WorldNetDaily eru paranojaðir, nýjasta hættan frá Írak er ekki Saddam Hussein, ekki vopn sem ekki voru til heldur kommúnistarnir! They have returned
Nú er komin út gagnrýni um svakalegasta leik allra tíma, Real Life: The Full Review. Við leikjafólkið kunnum afar vel að meta þessa grein.
Er að skoða tól sem auðvelda manni að passa upp á að skrár séu eins á tveim mismunandi tölvum (fartölva og borðtölva). Þetta er á Windows og ég er búinn að skoða nokkur en það væri gaman að vita hvað aðrir kjósa, þetta má helst ekki vera flóknara en svo (eftir uppsetningu og stillingu) en að notandi ýti á takka og skrár fljúgi á milli án vandkvæða. Póst má senda á mig með því að líta á lénsnafnið hérna og setja @ merkið í staðinn fyrir fyrri punktinn.