Heilsuátak þessa vikuna í vinnunni, og maturinn víst í hollari kantinum sökum þess. Ýsa í tómatsósu í dag, og var bara þokkalegasti matur, frekar þurr fiskur en vel ætt.
Cartoon Network er snilldarstöð með mörgum góðum (og reyndar nokkrum vondum) teiknimyndum. Mér finnst reyndar áhugavert hvað mikið af teiknimyndunum er frekar við hæfi eldri áhorfenda, Power Puff stelpurnar eru alveg æðislegar oft, vel skrifaðir þættir með skemmtilegar skírskotanir í Star Wars, Monty Python og fleira, hins vegar ekki alveg eitthvað sem ég myndi leyfa börnunum mínum að sjá fyrr en þau væru orðin 10-12 ára eða svo. Dexter’s Laboratory er önnur snilli með húmor í svipaða átt, en ég veit ekki alveg hvað litlum börnum finnst um hann. Scooby Doo hins vegar er það allra leiðinlegasta sem að sést hefur á sjónvarpsskjá, þó virðist þetta vera hrikalega vinsælt?
Áhugavert lesefni: