Fórum í dag í minningarathöfn Dússýar. Falleg athöfn, guðleysinginn ég átti reyndar pínu erfitt einstaka sinnum að sitja undir því allra helgasta sem séra Pálmi las upp úr ljósari hluta Biblíunnar (sem væri þá Nýja Testamentið sem er andstæða þess Gamla í boðskap).
Eftir kaffisamsætið héldum við heim og þar gekk Sigurrós í málin, hef ég sagt frá því að mér finnst æðislegt þegar hún er að urra á annað fólk (sumsé ekki mig!) sem á það skilið? Jæja mér finnst það að minnsta kosti.
Að öðrum málum, Joseph Farah er alvarlega siðferðislega þjáður maður. Hann er núna að hefja herferð gegn hæstaréttardómurunum sem sögðu að það væri einkamál tveggja karlmanna ef þeir hefðu mök saman. Þetta gæti nefnilega leitt til hjónabanda samkynhneigðra, ættleiðinga samkynhneigðra, kynlífs með dýrum, hópkynlífs, sifjaspella, fjölvændis og aðstoð við líknardráp. Skelfilegur heimur!
Kanadamenn eru með húmorbeinið á réttum stað og vilja endilega fá smá fjör, innrás Bandaríkjanna er hvort sem er réttlætanleg!
Keypti Soundblaster Live 5.1 (sæmilegt hljóðkort sem kostar 4.900 krónur) í dag og þetta er allt annað líf. Ekki ein einasta endurræsing (hingað til…) og þetta er bara allt annar leikur með svona hljóðkorti.