Jæja ekki var þetta góður dagur á því sviði í einkalífinu (allt í sómanum í starfinu).
Náði í Maradona (fartalvan) en hann hafði verið í skoðun. Í ljós kom að móðurborðið er að bila illa og skipta þarf um það. Samtals er það 60 þúsund króna pakki. Þar sem hann er ekki lengur aðalvélin mín þá eru litlar líkur á að ég fari í þvílíka fjárfestingu.
Pele (aðalvélin) kom líka úr skoðun, hann hafði verið látin spila tölvuleiki við sjálfa sig og alls konar próf keyrð en aldrei restartaði hann sér eins og hann gerir einstaka sinnum hér heima, mjög hvimleitt að finna ekki ástæðuna, þetta gerist “bara af því bara” stundum. Þegar hann hins vegar fær ekki svona ruglhugmynd þá er hann alveg brilljant.
Diseases which kill millions of poor people every year are ignored by western firms because drugs to combat them make no money, a new research body said yesterday. (src)
Jamm. Fátækir borga ekki peninga fyrir lífsnauðsynleg lyf og að selja þeim lyfin á viðráðanlegu verði eyðileggur alveg fullt af viðskiptafræðilegum hugtökum.