Kvöldið fór í að reyna að bæta fyrir syndir Microsoft-manna. Ekki tókst það og hvorugur aðilinn sem sóttur var heim í kvöld er kominn með allt sitt í lag, þökk sé kenjum Windows og reklum sem því fylgja.
Af Linux er það að segja að gleðilegri tíðindi komu úr þeirri átt.
Er það bara ég eða eru Ítalía og Bandaríkin farin að minna meira en örlítið á Sovétríkin og Austur-Þýskaland hvað varðar spillingu valdhafa, skert frelsi einstaklinga, hótanir í garð annara þjóða, ríkið ofaní hvers manns koppi og svo framvegis svo ekki sé minnst á allt Orwellian newspeak sem þaðan kemur?
Íslendingar eru reyndar að fikra sig í þessa átt eins og aukin harka lögreglunnar gegn þeim sem hafa aðrar hugmyndir en hún og valdhafar. “Stöðugleiki” er svo auðvitað margnotað Orwellian newspeak nema það sé hægt að segja að það sé stöðugleiki að nærri öll fyrirtæki eru að segja fólki upp? Það eru stöðugar uppsagnir og því hlýtur það að vera þessi stöðugleiki sem undarlegir menn hamra á að sé í gangi og ekki megi missa. Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona sorglegt og satt.
Kláraði í gær að lesa aftur (óvart) Isaac Asimov’s Universe – Volume 1: The Diplomacy Guild. Rámaði í bókina en var ekki viss hvort það væri þessi eða önnur, ákvað að klára hana bara aftur, það var hvort eð er bara síðasta sagan sem ég kunni næstum utanað (þetta er smásagnasafn um heim sem Isaac Asimov skóp fyrir aðra höfunda).