Smáir, örsmáir og stórir

Las um lífið í Hong Kong í dag en þar eru menn farnir að sótthreinsa allt og vona að þannig losni þeir við að fá HABL (SARS) aftur. Óhófleg sótthreinsun og notkun sýklalyfja er víst einmitt að veikja ónæmiskerfin okkar sem og að gera bakteríurnar harðgerari.

Frá Austur-Evrópu berst hins vegar vonarglæta í baráttunni en þar hafa menn lengi notað vírusa sem drepa bakteríur, reyndar drepur hver vírus akkúrat bara eina týpu af bakteríu.

Frá Bandaríkjunum er það svo æsispennandi rimma milli náttúruverndarsamtaka og hersins. Herinn er að þróa sónartæki sem gefa frá sér ógnarlegan hávaða og drápu óvart 8 hvali í tilraun árið 2000.

Comments are closed.