Fyrsti hjólatúrinn

Undanfarinn mánuð hef ég nú hjólað í og úr vinnu en í dag var það alvöru hjólatúr sem var farið í.

Frá Betrabóli var haldið niður Skipholtið og því næst Hverfisgötuna. Smá túr í gegnum miðbæinn og svo var farið meðfram Hringbraut lengst upp í Seilugranda. Þaðan var svo farið inn í hverfið og hjólastígar teknir í von um að þeir lægju nokkurn veginn í rétta átt. Dúkkuðum svo upp við Hótel Sögu og þaðan var tekinn smá krókur áður en Miklubrautin var tekin heim og svo í gegnum Miklatúnið áður en Flókagatan var kláruð.

Erfiðasti hjallinn voru stigarnir úr kjallaranum upp í risið.

Comments are closed.