Pýramídatölva og fótbolti

“Modding” er það kallað þegar menn eru að breyta tölvukössum sínum. Nú til dags er hægt að kaupa tölvukassa af ýmsum stærðum, gerðum og litum. Kári fékk sér tölvu í bláum kassa með glærri hlið og flúrljósi að innan, ég fékk mér svartan kassa en Kent Salas toppar allt með því að búa til pýramída úr Apple-tölvu.

Í dag lauk að mestu flutningum á stærsta gagnabanka um knattspyrnulið í heiminum, World Football Database. Kominn á flottan vefþjón í Ameríkunni.

Ömurleg tíðindi annars úr fótboltaheiminum. Marc-Vivien Foé féll örendur niður í undanúrslitaleik. 28 ára gamall drengurinn.

Comments are closed.