Náði í hjólið mitt í viðgerð í dag, einhver skál sem hélt utan um legurnar var farin að springa og það þurfti víst bara að skipta um hana.
Eftir vinnu skruppum við Sigurrós á bókasafnið í Sólheimum, þar er búið að breyta talsvert skipulaginu en ég fann mér tvær kiljur og Sigurrós sópaði heilli hillu af nýjum kiljum frá nýja uppáhaldshöfundinum í pokann sinn.
Því næst var farið heim þar sem við pökkuðum niður því sem þurfti því að förinni var heitið á Selfoss og þaðan í Sælukot.
Þegar þangað var komið reyndist vatnsdælan vera okkur óþæg og því bárum við vatn frá læknum til að nota. Tengdó og Haukur drifu sig til okkar til að kíkja á dæmið en fundu ekki út úr því, dælan gekk og gekk en dældi ekki.