Rassaspark

Allur að verða hinn kátasti núna, öndun að komast í lag. Fyrsta grill sumarsins í dag, grilltæknin aðeins farin að ryðga en kemst fljótlega í lag.

Í gær gleymdi ég auðvitað að minnast á það að mamma vann sitt fyrsta alvöru golfmót, efst af 60-og eitthvað keppendum.

Í gær gleymdi ég líka að lýsa yfir viðbjóðinum sem eru sólarhringsvaktir unglækna. Hvers konar heiladauðir apakettir komu því á? Ég vil endilega hafa þá sem eru með mitt líf og annara í höndunum ferska og færa um að taka réttar ákvarðanir, ekki örþreytta og útkeyrða. Það þarf að fara með vönd inn í þetta heilbrigðiskerfi og taka til, hellingur af því sem þar er að eru smákóngasamningar sem gera allt hægvirkara og verra en það þyrfti að vera.

Í gær gleymdi ég líka að lýsa yfir “aðdáun” minni á tollyfirvöldum sem leggja háa tolla á rándýr hljóðfæri sem afreksfólk í tónlist þarf að notast við til að geta tekið þeim framförum sem það þarf. Tollverðir eru svo að nappa fólk með þetta, gera hljóðfærin upptæk og sekta að auki greyin sem vilja bara bæta sig.

Þessi grein á Deiglunni er einhver sú tilgerðarlegasta sem ég hef séð. Kaffi er vín hins vinnandi manns… eru þá þeir sem ekki vinna rónar?

Erfitt er að finna góðan samanburðarhóp sem drekkur ekki kaffi. Þeir fáu sem ekki drekka kaffi skera sig úr að mörgu öðru leyti líka

Já ætli ég skeri mig ekki úr að mörgu öðru leyti líka, ég drekk til dæmis ekki heldur bjór! Ég er því alveg svakalegur í samanburðarhóp.

Jamm.. ég er vaknaður og alveg urrandi yfir öllu ruglinu sem er í gangi og nefni þó hvergi ákveðna litla stjórnmálamenn með prik í rassinum og kver fyrir framan sig sem þeir jarma upp úr.

Comments are closed.