Fjör, golf, tungubrjótar, útrýming og fleira

Fjörið heldur áfram í vinnunni, skipulagður frá fyrsta klukkutíma og nýt þess að haka við það sem er búið… ef fólk vorkennir mér að búa með skipulagðri konu þá ætti það að sjá sumt af því sem ég geri…

Vinnufélagar mínir vilja endilega fá mig með í golfið í sumar, ég á nú ekki eina einustu kylfu og svo er tímanum í sumar að miklu leyti ráðstafað, það er þó gaman að vita af því að kona er að gera allt vitlaust í golfmóti hjá körlunum.

Tungubrjótasafnið leyfir ykkur að böggla tungunni ofan í kok við að reyna að bera fram ýmis orð og orðtök, á íslensku jafnt og maorísku (tékkið á því).

Nú er í gangi í Bandaríkjunum lagafrumvarp sem á að leyfa hernum að vera undanþeginn tvennum lögum sem varða verndun dýra í útrýmingarhættu. Það gengur víst svo illa að þjálfa hermennina þar sem þessi dýr eru að flækjast fyrir.

Comments are closed.