Fór í dag til að kjósa, nú á Kjarvalsstöðum í fyrsta sinn, örstuttur labbitúr. Ákvörðunin var tekin eftir talsverða umhugsun í kjörklefanum.
Stór hluti dagsins og allt kvöldið fóru í að reyna að troða Windows XP inn á nýja flotta turninn hans Kára. Gekk frekar illa, verð að láta Tölvulistann kíkja á þetta, virðist sem diskurinn sé eitthvað undarlegur.
Hann sýndi mikið snarræði flutningabílstjórinn sem dúndraði með 40 tonn af sandi fram af vegkanti til að bjarga lífum annara. Í fréttinni nefnir hann að mikil mildi hafi verið að enginn vegfarandi hafi verið að fara um göngin, það er reyndar ekki alveg rétt. Samstarfskona Sigurrósar átti 3 metra eftir út úr göngunum þegar bíllinn dúndraði niður fyrir framan hana… annars hefði hún lent undir bílnum og sandinum og varla þurft að spyrja að leikslokum þar. Enginn tékkaði hins vegar á því hvort að vegfarandi væri þarna á staðnum.