Írak boðið upp?

Pétur Rúnar benti á þessa skemmtilegu samansettu mynd af John Stockton. Ég á ennþá A3 mynd af honum sem ég bjó til með því að taka svona körfuboltakort og stækka upp í A3 með litljósritunarvél. Held það séu ein 10 ár síðan ég gerði það. NBA var í miklu uppáhaldi þá.

Það er löngu byrjað að skipta Írak upp í litlar gróðalendur bandarískra fyrirtækja. Matvælaaðstoð er varla farin að berast en RIAA eru mættir til að lengja þann tíma sem höfundarréttur gildir (25 ár eru víst ekki nóg eftir andlát höfundar, útgefendur vilja hafa þetta endalaust og tekist það næstum í Ameríkunni).

Svo eru þingmenn að berjast fyrir því að Írak taki ekki upp GSM-kerfið sem nær allar þjóðir nema Bandaríkjamenn nota, þeir eiga víst að nota dótið sem Qualcomm (sem meðal annars bjuggu til póstforritið Eudora) býr til.

Comments are closed.