Skýrsluvinna

Skýrsluvinna… ótrúlegt en satt þá er ég spenntari fyrir henni þessa dagana en að skrifa kóða!

Brandari dagsins var í Morgunblaðinu. Þar er Gunnlaugur Jónsson fjármálaráðgjafi handviss um að líkan sem hagfræðingurinn Sigurður Snævar er búinn að búa til sanni að einungis 2% Íslendinga (annað líkan Sigurðar sem sýnir töluna 4% er ekki rétt að mati Gunnlaugs) séu fátækir þar sem kaupmáttur hafi aukist svo svakalega. Mig grunar að í líkanið vanti grundvallaratriði eins og að heilbrigðisþjónusta hefur aldrei verið dýrari og veikt fólk tefur það í lengstu lög að leita sér lækninga af fjárhagsástæðum. Er maður ekki fátækur ef maður hefur ekki efni á þeim grundvallarmannréttindum sem heilbrigðiskerfið á að gæta? Heilsan mælist víst ekki í svona líkönum, það er ekki pláss fyrir fólk í þeim, bara framreiknaðar pappírstölur.

Comments are closed.