Lakkrís, sumarvinna og barnatennur

Vinna við verkefnið hélt áfram.

Sigurrós fékk sumarvinnu í dag þannig að þar er stóru fargi létt. Hún skilaði líka inn lakkrís sem við keyptum og reyndist vera ársgamall (ekki þarf að hafa dagsetningu á sælgæti fyrr en 1. júní). Fengum fimm nýja poka í stað þessa eina. Aldurinn sást víst á munstri umbúðanna sem var breytt fyrir nokkru.

Tengill dagsins er keimlíkur einum frá því í gær, svo virðist sem að stofnfrumur (sem geta víst hjálpað hjartasjúklingum) sé að finna í barnatönnum og það meira að segja mjög sprækar stofnfrumur, tannálfurinn fer kannski að geta bjargað mannslífum?

Comments are closed.