Glæsihýsið

Það er svo sem ekki verra upp á framtíðina þegar við munum fara í annað húsnæði að geta framvísað mynd af húsinu okkar á forsíðu DV og undir því stendur Auðseljanleg glæsihýsi. Við erum þó ekkert á förum á næstunni.

Þeir sem hafa 19,5 milljónir handbærar geta svo notið þess heiðurs að gerast nágrannar okkar, íbúðin fyrir neðan okkur er til sölu en sómahjónin sem þar bjuggu fengu loksins íbúð í (h)eldrimannahýsi.

Comments are closed.