Skruppum í keilu í kvöld með nokkrum skólafélögum Sigurrósar. Vorum 4 og 4 saman, og mér tókst með duglegum endaspretti að vinna minn riðil. Ég bætti upp fyrir það með því að verða svo neðstur í seinni leiknum sem við tókum. Verst hvað það er dýrt í keilu, 900 kr á mann fyrir tvær umferðir. Við Sigurrós hefðum getað tekið 4 myndbönd fyrir peninginn sem fór í tæplega klukkutíma af keilu.
Það er ekkert tæknilegt sem hamlar því að setja dagbókina á vefinn, ég á bara eftir að klára að skrifa inn færslurnar úr Frakklandsferðinni.
Bush byrjaður að “tryggja frið með því að heyja stríð”, hvað gagn halda þeir að einhverjar eldflaugar geri eiginlega?