Vinna, verkefni og Vinir.
Lögin sem kveða á um mesta eftirlit ríkis með þegnum sínum fyrr og síðar eru að mæta einhverri andstöðu á þingi Bandaríkjanna, þingmönnum er farið að finnast þetta kannski aaaaðeins of mikið.
Það sem lengi hefur verið hugarfóstur í sci-fi heiminum er nú orðið að raunveruleika, vísindamönnum tókst að láta önd fæðast með gogg kornhænu og kornhænu með andargogg með því að víxla erfðaefni á milli. Þetta gæti verið skref í átt að því að koma í veg fyrir ýmsa erfðagalla í fóstrum.
Útvarpsstöðvar eru alltaf með einhverja vitlausa leiki í gangi til að fá smá athygli, idjótunum á BRMB stöðinni tókst þó að ganga lengra en flestir hafa gert hingað til. Þeir létu fjóra keppendur sitja á þurrís til að keppa um miða á tónleika. Eftir keppnina þurfti að fara með alla keppendurna á sjúkrahús þar sem þurrísin var -108°C og allir hlutu veruleg kalsár.
Allir skrifa matreiðslubækur þessa dagana og nú hafa húmoristanir í þýsku leyniþjónustunni (BND) gefið út matreiðslubók og krydda hana með sögubrotum af njósnurum, bæði sönnum og skálduðum.
Langar þig til að sjá kvikmyndastjörnur aðeins öðruvísi en vanalega? Hérna er að finna síðu með mörgum myndum sem menn hafa leikið sér að búa til í myndvinnsluforritum þar sem þeir taka stjörnurnar og breyta um kyn á þeim. Margt listavel gert en varúð, síðan er með mörgum stórum myndum og því hæg hjá sumum heimanotendum.
Að lokum þá er tilvalið að enda daginn með smá leik í fótboltaspili, þú getur keppt við tölvuna, vin þinn eða bara einhvern á Internetinu.