Tókum í dag (eftir heimsóknina í Sorpu) á leigu DVD-útgáfuna af Spider-Man. Myndin var frábær skemmtun, persónurnar voru ljóslifandi og Kirsten Dunst og Tobey Maguire gerðu Mary Jane og Peter Parker verulega góð skil sem alvöru fólki. Mér tókst meira að segja að fá ekki æluna upp í hálsinn þegar maður sá þessi 2-3 velluatriði sem hafði verið bætt við eftir 911 eins og þeir í Kanaveldi kalla atburðina 11. september 2001.
Ég hef alltaf vitað að ég væri af spretthlauparakyni frekar en langhlauparakyni. Þetta kom í ljós í grunnskóla þegar ég var lengi vel allra fótfráastur á stuttum vegalengdum. Samanburðarrannsóknir á Kenýumönnum og Dönum hafa leitt grun að því að það er ekki hæðin yfir sjávarmáli, lappalengd, hlaup í skóla eða aðrir þættir sem hingað til hafa verið taldir upp sem eru ábyrgir fyrir því að kenýsku hlaupararnir einoka langhlaupin. Grunurinn beinist nú að spóaleggjunum! Svo virðist sem að pendúl-hreyfingin sem kemur á leggina sé veigamikill þáttur, spóaleggirnir eyða mun minni orku en stæltir kálfar. Þar með get ég bókað það að ég mun aldrei vinna maraþonhlaup, of stæltir kálfar!
Talandi um líkamsrækt þá fór ég í Sporthúsið í morgun. Mig grunaði að það væri nú slatti af fólki þarna upp úr 10 á laugardagsmorgni og það var hárrétt hjá mér. Biðröð í einstaka tæki og svona.
Plúsarnir: astma-pústið svínvirkar! Ég er ekki eins þollaus og ég hélt, þetta er bara áreynsluastminn. Allt annað líf að hafa heyrnartól og hlusta á eitthvað í kerfinu.
Mínusarnir: vond tímasetning – athuga betur áætlun, klúðraði með því að ýta á vitlausan takka, allt sem ég gerði í dag skráist ekki í tölvukerfið sem að mun svo skamma mig næst!
Beint úr hjarta slúðursins berast þær fréttir að Fatboy Slim sé að skilja við skutluna Zoe Ball. Leiðinlegt að heyra en karlinn er víst að vinna að nýrri plötu þannig að maður bíður spenntur eftir henni.
Morgunblaðið er ekki minna slúðurblað eins og bent er á í þessari færslu frá fólki sem þekkir vel til í Egyptalandi. Hvaða lið er þetta sem býr til eigin fréttir við myndir sem það fær frá útlöndum? Nóg er af fólki sem trúir því að fréttamennska Morgunblaðsins sé til sóma, það bara veit ekki betur því miður.