Herstöðin

Fyrsta heimsókn mín í herstöð var í dag, við skruppum þrjú úr vinnunni á fund hjá Housing Office sjóhersins vegna verkefnis sem við erum að vinna fyrir þau. Það er Bravo ástand þar víst ennþá, þannig að hermenn voru með alvæpni í hliðinu (það eru víst tvö en hitt er lokað núna), og skúrinn sem þeir eru í er víst núna orðinn skotheldur. Fékk að sjá í extreme closeup M16 riffilinn sem tveir hermenn þarna báru, vanur honum úr Counter-Strike sem við félagarnir spilum í hádegishléinu okkar núna, flesta virka daga. Mikið uppáhald mitt í leiknum, kom mér svolítið á óvart hversu mikill hann er um sig, en þeir staðfestu að þeir geta sett hljóðdeyfi á riffilinn, alveg eins og í leiknum. Þeir höfðu reyndar ekki heyrt um Counter-Strike, en voru greinilega mjög ánægðir með riffilinn sjálfir.

Alþingi sendi mér svo svarpóst, búnir að laga innskráninguna á vefnum þannig að ég var snöggur að skrá mig, verst að ég vildi geta breytt meiru, færa þingmálin ofar á síðunni, en þau eru nú neðst.

Annar tíminn í frönsku var svo í kvöld, þetta er allt að koma.

Comments are closed.