Verkefnisvinna á fullu, innan við sólarhringur í skil, ekki allt komið sem til þarf. Rétt get laumast í dagbækur annara, engan tíma til að skrifa í mína neitt nema meira fánýti en venjulega.
Var aðeins að stússast á póstþjóninum mínum sem er gömul lítil 486 beygla með frekar takmarkað diskpláss. Hann hefur nú verið “up 375 days” sem þýðir að í ár og tíu daga hefur hann ekki hikstað. Reyndar hikstaði hann síðast aðeins vegna rafmagnsleysis, að öðru leyti hefur þetta verið öruggasti þjónn sem ég hef komist í tæri við. Allir vita hvað tölvutæknin getur verið breysk (vefþjónninn lenti í því að sprengja þétta fyrir nokkru en hefur annars verið þægur) og því er gaman þegar að hún stendur sig svona vel. Ég er stoltur þjónapabbi.
Áhugavert: