Svört rör

Nú er fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch búinn að festa augun á mínu ástsæla félagi Lazio, hefur í hyggju að kaupa liðið en það var sett í sölu nýlega eftir mikil fjárhagsvandræði Cirio-samsteypunnar sem á félagið. Lazio gengur ágætlega þrátt fyrir að leikmenn hafi ekki fengið launin greidd síðustu 5 mánuði, er í efsta sæti deildarinnar sem stendur með snillinginn Roberto Mancini við stjórnvölinn.

Eftir að hafa skafið frostið af bílnum sat ég við vinnu í skólanum til kvöldmatar. Þegar ég kom heim hafði ég misst af gestakomum og Haukur var búinn að skrúfa hálft baðherbergið okkar sundur. Vaskurinn hefur verið treglekur hérna en í gær varð allt stopp, stíflaður til andskotans. Haukur kom og gekk í málið og fræddi okkur um það að rörin væru öll full af svörtum massa, kísill eða álíka efnum. Það lítur út fyrir að fá verði atvinnumenn í málið og jafnvel að skipta um rör. Það þyrfti þá líklega að splundra öllu á baðinu, kippa baðkarinu frá og flísunum þar með. Fjör.

Til að slappa aðeins af las ég svo License to Dream. Sammála einum lesanda sem sagði “For that matter, set down your copy of ”Men are from Mars, Women are from Venus” and pick up this instead. You’ll probably learn more about relationships, parenting, and just getting along from it than you will from any ten best-selling pop-psych books.”

Áhugavert:

  • Gömul frétt af öfgakönum
  • Comments are closed.