Listakvöld

Í kvöld fórum við á Listakvöld hjá Kennó þar sem Sigurrós og fjórir aðrir nemendur lásu upp ljóð sín. Eini nemandinn á íslenskuvali 2. árs kom svo með stutta sögu og að lokum steig Heimir Pálsson í pontu og flutti eina vísu og tvær limrur. Karlinn hefur skrifað einhverjar tyrfnustu og leiðinlegustu kennslubækur í íslensku sem um getur en er sjálfur mjög hress og hnellinn eins og limrurnar (sem eðli málsins eru klámfengnar) báru vott um. Hann ætti kannski að bæta þeim við næstu útgáfur námsbóka.

Í gærkveldi birtist smá grein eftir mig á Huga þar sem ég kynni svona lauslega um hvað Natural Selection snýst, en það er mod fyrir Half-Life. Mjög áhugavert fyrir okkur liðsspilarana, verður lítið um einspilara í þessu. Sigurrós sér um skáldskapinn, ég sé um fræðslugreinarnar.

Rannsóknir hafa sýnt fram á það að spenna auki minnið. Eftir lestur námsefnis þá getur verið gott að horfa á hryllingsmynd eða spennumynd eða að hreyfa sig rösklega.

Roy Keane þarf á hjálp sérfræðinga og geðlyfja að halda, núna segist hann sjá eftir því að hafa EKKI kýlt Alan Shearer, aðeins ýtt honum. Þessi maður er veikur á geði, í fúlustu alvöru.

Sports Illustrated býður nú upp á úrval mynda af fáklæddu kvenfólki, nánar tiltekið valdar myndir úr baðfatasafni síðustu áratuga. Eitthvað til að ylja sér við á köldum degi eins og var í dag.

Comments are closed.