Hægðir og þvaglát

Betur þekkt sem kúk og piss. Ég hef aldrei kunnað að meta svoleiðis húmor, ætli fyndnin felist ekki í því að gera það sem er bannað. Eðlileg líkamsstarfsemi manna (og dýra) þykir ekki par fínt umræðuefni og því er lögð áhersla á það að ræða það ekki. Börnum finnst gaman að gera það sem er bannað og því er kúk og piss húmorinn líklega svo sterkur í þeim aldurshópi. Hjá þeim sem eiga að vera komnir til vits og ára er líklega um að ræða svipað mál, nema hvað að þeir fatta ekki að þetta umræðuefni á að sjálfsögðu ekki að vera feimnismál frekar en kynlíf, því er kúk og piss ennþá afskaplega fyndið.

Þetta er annars umræðuefnið í dag þar sem að þessi helgi hefur hjá mér einkennst af líkamsstarfsemi minni sem að komst í talsvert ólag. Í gærkveldi greip ég til þess að prófa lakkrís til þess að koma aðeins meiri reglu á hlutina. Lakkrís var víst upphaflega gerður til að varna hægðatregðu, flestir kannast hins vegar við að lakkrís breytir hægðunum þegar að engin tregða er fyrir hendi, og ef eitthvað eykur hana. Á því þurfti ég að halda og fékk því mína ektakvinnu til að festa kaup á lakkrís í gærkveldi. Mér leið vel í maganum í nótt og í dag hefur hægðastarfsemin verið að nálgast eðlilegt horf, mörgum sinnum betri en í gær.

Sá í gærkveldi með öðru auganu The Princess Diaries, ágætis rómantísk gamanmynd, Anne Hathaway var sláandi lík stórstirninu Audrey Hepburn í einstaka atriðum.

Comments are closed.