Það er svo sem auðvitað að tíminn flýgur hratt þegar mikið er um að vera, en silast áfram þegar ekkert er í gangi.
Fannst ég rétt nýmættur í vinnuna þegar ég var svo búinn, stórt verkefni í gangi sem að tók allan minn tíma.
Góðar fréttir fyrir rauðhærða, eða eru þær vondar? Niðurstaða vísindamanns bendir að minnsta kosti til þess að rauðhært fólk þurfi 20% meira við svæfingu en aðrir, svo virðist sem að rauðhært fólk finni meira fyrir sársauka en aðrir.
Það er misjafnt hvað fer í skapið á klerkum, í Íran er núna einn sem að vill láta handtaka alla hunda, enda eru þeir skítug dýr í íslamskri trú og eignarhald á þeim sýnir spillta hegðun.
Magnað þetta með frændur okkar Svía. Ísland er nú aftur komið í Alþjóðahvalveiðiráðið, Svíar hafa verið frændum verstir og ávallt lagst gegn því að þjóð sem veiðir hvali komist í Alþjóðahvalveiðiráðið… eins merkilegt og það hljómar. Núna segir Birgitta Bodstrom að Svíar hafi greitt Íslendingum atkvæði í gær fyrir mistök, þeir hafi átt að halda áfram að standa í vegi fyrir aðild okkar að alþjóðlegri stofnun en fyrir misgáning hafi þau hleypt okkur inn. Ég legg til að umhverfisráðherra Svía fái konfektkassa og þakkarbréf, sem og skammarbréf fyrir að ætla vera með þennan derring.
Sigurrós bjargaði þremur banönum frá ruslafötunni í dag með því að breyta þeim í þessa líka fínu bananaköku.