Ég held að ónógur hádegismatur sé ástæðan fyrir því hversu illa mér gengur oft að vera sprækur þegar heim er komið eftir vinnu. Iðulega samanstendur hann af einni skyrdollu og vatnsglasi. Maturinn sem boðið er uppá í mötuneytinu er iðulega einhvers konar létt salat og viðlíka rusl. Í þau skipti sem eitthvað ættað frá dýraríkinu er á matseðlinum er það oft einhvers konar framreitt kjötfars (sem ég snerti ekki.. sérstaklega ekki ljósrautt) eða skósólar. Einstaka sinnum er eitthvað ætilegt en ekki er það oft.
Íslendingar hafa endaskipti á þessu, hádegismaturinn á að vera talsverð máltíð, stærst af þessum 5-6 sem maður ætti (en nær ekki) að borða yfir daginn. Á kvöldin á aftur að móti að fá sér aðeins léttari mat. Hérna vantar klukkutíma (eða tvo) frí í hádeginu þar sem ALLIR fara (sumir heim) og fá sér alvöru mat áður en þeir snúa aftur í vinnu, skóla eða hvað annað. Held að heilsufarið myndi batna, getum haft þetta svona okkar útgáfu af siestu.
Áhugavert: