Afmæli og Menningarnótt

Eftir sundferð í sólskini (en ekki hlýju) var stefnan tekin á Selfoss þar sem við skiluðum tengdó bílnum hennar, sem Sigurrós hafði haft í láni nú í sumar. Við vorum þó aðallega að fara til að mæta í afmælið hans Odds, sem að hélt nú upp á 3 ára afmælið þó hann segði gestum að hann væri 5 ára.

Þar sem að Mazdan heldur sig innanbæjar vorum við orðin bíllaus en Loftur og Dröfn kipptu okkur með sér í bæinn eftir að hafa fengið það á hreint að við værum siðprúð ungmenni og myndum ekki gera neitt annarlegt í aftursætinu hjá þeim.

Sigurrós skrapp í innflutningspartý hjá Lenu á meðan að ég setti upp Mozilla, ókeypis vafra sem að er ættaður frá Netscape gamla. Síðast þegar ég prufaði hann var CSS-stuðningurinn frekar veikur, en nú birtast nær allir vefir sem ég skoða alveg eins í IE og Mozilla. Dropdownið hjá Símanum sem að HÍE bjó til virkar reyndar ekki, en dropdown eins og hjá Hugviti virkar í báðum.

Rétt fyrir miðnætti lét ég svo sjá mig hjá Lenu við mikil fagnaðarlæti. Þaðan fórum við svo niður í bæ, niður á að giska hálfan Laugarveginn. Við snérum svo heim á leið með Berta, á Rauðarárstígnum mættum við hópi á leið niðrí bæ, eitthvað lið sem að Berti þekkti. Í hópnum sýndist mér vera Geir Ág, ráfandi við dós.

Comments are closed.