Kennóteiti

Mig grunar að þetta sé eitthvað sem aðeins Óli Njáll eða Stefán Pálsson geti skilið og haft gaman af… ekki náði ég reglunum…

Fór í gær og keypti slökkvitæki og eldvarnateppi. Eldverk reyndist vera í eigu Öryggismiðstöðvar Íslands sem að sífellt virðist stækka og stækka.

Las í gærkveldi The World Jones Made eftir Philip K. Dick. Fín lesning, pælingar um heiminn eftir kjarnorkustyrjöld og þar sem að hvers kyns trúarbrögð eru bönnuð geti þau ekki sannað staðhæfingar sínar. Þá kemur fram spámaður sem að sér ár fram í tímann og getur sannað það… málin flækjast talsvert við það.

Í dag hins vegar var því tekið rólega framan af. Fórum í sund í Árbæjarlaug og þar fékk ég vægan hausverk af klórnum (sem var mikill) og látunum sem voru inni. Laugin sjálf er skemmtileg en þessi búningaaðstaða er síðasta sort… hvernig væri að koma upp skápaaðstöðu þarna eins og hjá öðrum siðuðum sundlaugum?

Kvöldmatur var borðaður á Indókína. Þar komumst við að því að með því að fara á staðinn borgar maður 50% meira fyrir mun minni mat en ef maður pantaði heim (sem við gerum stundum). Næst pöntum við heim eða förum á Nings held ég.

Í kvöld er Sigurrós með teiti fyrir stúlkur úr Kennó. Ég verð líklega eini karlmaðurinn á svæðinu.

Áhugavert:

  • Net Users Try to Elude the Google Grasp
  • Comments are closed.